Dec
30
8:00 PM20:00

Áramótatónleikar Elju 2022

Áramótatónleikar Elju fara fram í Norðurljósum, föstudaginn 30. desember kl. 20. Þar verður flutt fjölbreytt efnisskrá klassískra og kammerverka eftir bæði íslensk og erlend tónskáld. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson.

Kammersveitin Elja er skipuð ungu íslensku tónlistarfólki sem hefur síðastliðin ár einbeitt sér að hvers kyns tónlistarflutningi, en þau hafa mörg komið fram sem einleikarar og starfað með hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist við spilamennsku eða hljómsveitarstjórn.

Efnisskráin er eftirfarandi:
Caroline Shaw: Entracte
Gunnar Andreas Kristinsson: antigravity - gravity (frumflutningur)
Finnur Karlsson: Harmóníkukonsert

HLÉ

Franz Schubert: Sinfónía nr. 3

Einleikari á harmóníku er Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði, Styrktarsjóði SUT og Ruthar Hermanns og Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins.

View Event →
Jul
19
8:00 PM20:00

Sumartónleikar í Iðnó

Elja heldur sína klassísku sumartónleika í Iðnó í ár, þar sem flutt verður fjölbreytt efnisskrá verka í klassískum stíl í bland við samtímatónlist og þjóðlagaskotið popp. Á tónleikunum verða flutt verk eftir bæði íslensk og erlend tónskáld en sérstakur gestur á tónleikun er tónlistarkonan Ásta. Á tónleikunum mun hún flytja eigin lög af væntanlegri breiðskífu sem hafa verið sérstaklega útsett fyrir Elju.

Efnisskráin er eftirfarandi:

Pauline Oliveros - Sonic Meditations
Missy Mazzoli - Ecstatic science
Ásta - Lög af væntanlegri breiðskífu
Anna Þorvaldsdóttir - Aequilibria
Marianna Martines - Sinfónía í C-dúr

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason.

Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/13573/elja-sumartonleikar

View Event →
Jan
2
8:00 PM20:00

Áramótatónleikar Elju

Elja kammersveit heldur áramótatónleika í Norðurljósum sunnudagskvöldið 2. janúar. Meðal verka á efnisskránni er harmónikkukonsert Finns Karlssonar sem í flutningi Elju hlaut verðlaunin „verk ársins“ í flokki sígildrar- og samtímatónlistar á íslensku tónlistarverðlaununum árið 2020.

Efnisskráin er eftirfarandi:
Caroline Shaw: Entr’acte
Finnur Karlsson: Harmónikukonsert
Johannes Brahms: Sinfónía nr. 1 í c-moll

Miðasala á Tix: https://tix.is/is/event/12530/aramotatonleikar-elju/

View Event →
Jul
24
8:00 PM20:00

Elja - Sumartónleikar í Háteigskirkju

Kammersveitin Elja spilar sumartónleika í Háteigskirkju laugardaginn 24. júlí kl 20. en tónleikarnir eru um klukkutími og án hlés.

Efnisskráin er eftirfarandi:
Elena Postumi - Corifeo delle correnti (Samið fyrir Elju)
Hjalti Nordal - Ónefnt verk (Samið fyrir Elju)
Lutoslawski - Dance Preludes
Prokofiev - Sinfónía nr. 1

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og einleikari á þverflautu Björg Brjánsdóttir.

Miðaverð er 2500 kr., 2000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara, en frítt er fyrir 15 ára yngri.
Hægt verður að kaupa miða við hurð.

Nánari upplýsingar og miðasölu má finna hér:
https://tix.is/is/event/11655/sumartonleikar-elju/

View Event →
Jul
22
8:00 PM20:00

Elja - Sumartónleikar í Hofi

Kammersveitin Elja spilar sínu fyrstu tónleika á Akureyri, fimmtudaginn 22. júlí kl. 20. Tónleikarnir fara fram í Hofi, en þeir eru um klukkutími og án hlés.

Efnisskráin er eftirfarandi:
Elena Postumi - Corifeo delle correnti (frumflutningur)
Hjalti Nordal - Ónefnt verk (frumflutningur)
Lutoslawski - Dance Preludes
Prokofiev - Sinfónía nr. 1

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og einleikari á þverflautu Björg Brjánsdóttir.

Miðaverð er 2500 kr., 2000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara, en frítt er fyrir 15 ára yngri.
Hægt verður að kaupa miða við hurð.

Nánari upplýsingar og miðasölu má finna hér:
https://www.mak.is/is/vidburdir/sumartonleikar-elju

View Event →
Jul
30
8:00 PM20:00

Elja í Menningarhúsinu Miðgarði

Kammersveitin Elja kemur fram í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði fimmtudaginn 30. júlí kl. 20.

Efnisskrá tónleikanna:
Caroline Shaw - Entr’acte
Igor Stravinsky - Dumbarton Oaks
Finnur Karlsson - Harmonikkukonsert (frumflutningur)
Einleikari: Jónas Ásgeir Ásgeirsson
-Hlé-
Felix Mendelssohn - Sinfónía Nr. 4

Miðaverð er 2500 kr., 2000 kr. fyrir námsmenn, öryrkja og eldri borgara, en frítt er fyrir 15 ára yngri.
Hægt verður að kaupa miða við hurð.

Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar í tónleikaferð hennar um landið, nánari upplýsingar um miðasölu og tónleikaferðina í heild má nálgast hér:
https://tix.is/is/event/10320/kammersveitin-elja-tonleikafer-alag/

View Event →
Dec
30
8:00 PM20:00

Elja í Iðnó

Stórtónleikar Elju í Iðnó

Efnisskrá:

Juliana Hodkinson: Some reasons for hesitating

Alban Berg: Kammerkonsert fyrir píanó og fiðlu með 13 blásurum

-Hlé-

Felix Mendelssohn: Sinfónía nr. 4 í A-dúr, Op. 40, “Ítalska sinfónían”

View Event →
Jul
28
to Jul 29

Eftir ólíkum leiðum / Such Different Paths

Sumartónleikar í Skálholti

Á tónleikum Elju verður andlega hliðin innan heims nútímatónlistar skoðuð. Á efnisskránni eru verk eftir Báru Gísladóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Dobrinku Tabakovu, Guðmund Stein Gunnarsson og Tatjönu Kozlova-Johannes. Verkin sem flutt verða eru ólík en gera hvert og eitt grein fyrir innri ró, hvert á sinn hátt. Titilverk tónleikanna er „Eftir ólíkum leiðum“ eða „Such Different Paths“ á frummálinu eftir Dobrinku Tabakovu, búlgarskt tónskald en búsett í Lundúnum. Einnig munum við heyra frumflutning af verki „Í skuggsjá vængja þinna“ eftir Guðmund Stein sem er sérstaklega pantað fyrir hátíðina. ​

Efnisskrá:

Guðmundur Steinn Gunnarsson – Í skuggsjá vængja þinna (frumflutningur)
Tatjana Kozlova-Johannes – Lovesong (2010)
Bára Gísladóttir – the worlds within our petty voids (2019)
Dobrinka Tabakova – Such Different Paths (2007/2008)
Bergrún Snæbjörnsdóttir – Skin in (2018)

View Event →
Jun
25
8:00 PM20:00

UNM: Tvinna

Tónleikarnir Tvinna eru sjálfstæður angi tónlistarhátíðarinnar Ung nordisk musik, UNM, sem haldin er í lok sumars í Piteå í Svíþjóð. Á Tvinnu kynna höfundar þeirra sjö verkefna sem Ísland sendir á hátíðina verk sín fyrir gestum Iðnó.

Tvinna er einnig áframhald á starfi sem hófst síðasta sumar með tónleikunum Tvístrun. Þeir tónleikar skoðuðu samband UNM og hóps ungra tónlistarflytjenda; kammersveitarinnar Elju. Tvinna spinnur við samstarf UNM og Elju með því að kynna þrjú ný verk sem þróuð voru í samstarfi við hljóðfæraleikara sveitarinnar og verða frumflutt á tónleikunum.

Efnisskrá:
Bára Gísladóttir – Split thee, Soul, to Splendid Bits (attn.: no eternal life/light this time around)
Gulli Björnsson – Bylur (frumflutningur)
Katrín Helga Ólafsdóttir – Hlaupari ársins (frumflutningur)
Kristján Harðarson – Kvintett
María Arnardóttir, Sophie Fetokaki – meta/morphē
Ragnheiður Erla Björnsdóttir, Ásdís Birna Gylfadóttir – Velgja (frumflutningur)
Rögnvaldur Konráð Helgason – Það er svo ógeðslega erfitt að vera svona berskjaldaður (frumflutningur)

Frjálst miðaverð er á tónleikana.

View Event →
Mar
3
12:00 PM12:00

in vano

Kammertónleikar í Norðurljósum

Efnisskrá:

Sarah Nemtsov: Exercise

Arvo Pärt: Mozart-Adagio

Gabriele Manca: Nuper rosarum flores

Bára Gísladóttir: Devotchka watch her garbles

Carl Nielsen: Serenata in vano

Bergrún Snæbjörnsdóttir: Protean Lair

Luigi Dallapiccola: Piccola Musica Notturna

View Event →
Dec
28
8:00 PM20:00

ELJA

28. desember 2018 kl. 20:00 í Gamla bíó

Efnisskrá:

Charles Ives: The Unanswered Question
Þuríður Jónsdóttir: Installation Around a Heart
Sofia Gubaidulina: Concordanza


HLÉ


Feature með GDRN
Wolfgang A. Mozart: Sinfónía nr. 39


Gestir:

Jónas Ásgeir Ásgeirsson

GDRN

View Event →
Aug
10
8:00 PM20:00

Brot úr minni

Tjarnarbíó, 10.8.2018

Elja stígur hér aftur á svið með glæsilegt og fjölbreytt tónleikaprógram, en sveitin mun frumflytja verk tileinkað sveitinni eftir Halldór Eldjárn og mun leika nokkur lög með söngkonunni JFDR (Jófríði Ákadóttur). Auk þess mun Elja flytja tvö klassísk verk fyrir kammersveit, en þau eru fyrsta kammersinfónía Schönbergs og Kveðjusinfónían eftir Haydn.


Efnisskrá tónleikanna er eftirfarandi:



Halldór Eldjárn: Brot úr minni / Voice Memos

Arnold Schönberg: Kammersinfónía nr. 1

Jófríður Ákadóttir: JFDR

Joseph Haydn: Kveðjusinfónían



Almennt miðaverð: 2900

Nemendur, eldri borgarar og öryrkjar: 2100 (aðeins selt í miðasölu Tjarnarbíós gegn framvísun skirteinis)

Elja x UNM: Tvístrun 11. ágúst

Passi á báða viðburði á Brot úr minni og Tvístrun: 4900

View Event →
Jan
7
5:00 PM17:00

Á fjórtándanum

Elja tekur þátt í tónleikaröðinni VELKOMIN HEIM í Hörpuhorni þann 7. janúar kl. 17:00.

Lesa um tónleikana á heimasíðu Hörpu HÉR

Efnisskrá:

Bára Gísladóttir: otoconia

Alfred Schnittke: Septet

  1. Introduction: Moderato
  2. Perpetuum mobile: Allegretto
  3. Chorale: Moderato

J. S. Bach: Brandenborgarkonsert nr. 5

  1. Allegro
  2. Affettuoso
  3. Allegro

 

View Event →