Back to All Events

UNM: Tvinna

  • Iðnó 3 Vonarstræti Reykjavík, 101 Iceland (map)

Tónleikarnir Tvinna eru sjálfstæður angi tónlistarhátíðarinnar Ung nordisk musik, UNM, sem haldin er í lok sumars í Piteå í Svíþjóð. Á Tvinnu kynna höfundar þeirra sjö verkefna sem Ísland sendir á hátíðina verk sín fyrir gestum Iðnó.

Tvinna er einnig áframhald á starfi sem hófst síðasta sumar með tónleikunum Tvístrun. Þeir tónleikar skoðuðu samband UNM og hóps ungra tónlistarflytjenda; kammersveitarinnar Elju. Tvinna spinnur við samstarf UNM og Elju með því að kynna þrjú ný verk sem þróuð voru í samstarfi við hljóðfæraleikara sveitarinnar og verða frumflutt á tónleikunum.

Efnisskrá:
Bára Gísladóttir – Split thee, Soul, to Splendid Bits (attn.: no eternal life/light this time around)
Gulli Björnsson – Bylur (frumflutningur)
Katrín Helga Ólafsdóttir – Hlaupari ársins (frumflutningur)
Kristján Harðarson – Kvintett
María Arnardóttir, Sophie Fetokaki – meta/morphē
Ragnheiður Erla Björnsdóttir, Ásdís Birna Gylfadóttir – Velgja (frumflutningur)
Rögnvaldur Konráð Helgason – Það er svo ógeðslega erfitt að vera svona berskjaldaður (frumflutningur)

Frjálst miðaverð er á tónleikana.

Earlier Event: March 3
in vano