Back to All Events

Áramótatónleikar Elju 2022

Áramótatónleikar Elju fara fram í Norðurljósum, föstudaginn 30. desember kl. 20. Þar verður flutt fjölbreytt efnisskrá klassískra og kammerverka eftir bæði íslensk og erlend tónskáld. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson.

Kammersveitin Elja er skipuð ungu íslensku tónlistarfólki sem hefur síðastliðin ár einbeitt sér að hvers kyns tónlistarflutningi, en þau hafa mörg komið fram sem einleikarar og starfað með hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjunum, ýmist við spilamennsku eða hljómsveitarstjórn.

Efnisskráin er eftirfarandi:
Caroline Shaw: Entracte
Gunnar Andreas Kristinsson: antigravity - gravity (frumflutningur)
Finnur Karlsson: Harmóníkukonsert

HLÉ

Franz Schubert: Sinfónía nr. 3

Einleikari á harmóníku er Jónas Ásgeir Ásgeirsson
Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði, Styrktarsjóði SUT og Ruthar Hermanns og Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins.

Earlier Event: July 19
Sumartónleikar í Iðnó